Al Jaffee er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 13:12 Skopmyndateiknarinn Al Jaffee teiknaði fyrir Mad í 77 ár, sem er heimsmet. Stephen Morton/AP Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023 Andlát Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Jaffee lést á spítala í Manhattan á mánudag vegna líffærabilunar sagði barnabarn hans, Fani Thompson, í viðtali við New York Times. Jaffee vann fyrir Mad-tímaritið, skoptímarit sem var miðað að drengjum og ungum mönnum, í 77 ár. Það eru einungis þrjú ár síðan hann hætti hjá tímaritinu, þá 99 ára aldri. Það er lengsti starfsaldur nokkurs starfandi skopmyndateiknara og var skráð í heimsmetabók Guinness sem heimsmet. Árið 1964 bjó Jaffee til Mad-samanbrotið (e. The Mad Fold-in) sem sneri miðopnum tímarita á borð við Playboy á haus. Samanbrotið einkenndist af skopmyndum sem birtust á bakhlið tímaritsins. Þær voru sérstakar að því leyti að í fyrstu virtust þær vera ósköp blátt áfram en þegar síðan var brotin saman kom í ljós dulin og óvænt mynd, gjarnan með skilaboðum sem ögruðu yfirvöldum eða óbreyttu ástandi. Fyrsta Mad-samanbrotið gerði grín af hjúskaparmálum Elizabeth Taylor, óbrotin sýndi síðan hana með manni sínum Richard Burton en þegar hún var brotin saman kom í ljós að hún var búin að skipta honum út. Síðan fylgdu mörg hundruð Mad-samanbrota næstu áratugina. Hér fyrir neðan má sjá eitt dæmi um það: The Mad Magazine fold in is at half mast/half fold tonight. Al Jaffe dead at 102. https://t.co/nrx9sq9eJ4 @MADmagazine pic.twitter.com/JaVywcDige— Brad Meltzer (@bradmeltzer) April 10, 2023
Andlát Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira