Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2023 10:39 Maður sem kallaði sig OG bauð ungum mönnum aðgang að spjallborði á Discord, þar sem hann lak háleynilegum gögnum frá Bandaríkjunum. Getty Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem hefur rætt við og fengið gögn og upplýsingar hjá mönnum sem voru í hópnum. Á þriðja tug ungra manna og táninga voru í hópnum, samkvæmt frétt Washington Post, og áttu þeir lítið sameiginlegt annað en að „elska byssur, hergögn og guð“ og stýrði maðurinn sem lak gögnunum spjallborðinu á Discord. Spjallborðið kallaðist „Thug Shaker Central“ og þar kallaðist umræddur maður „OG“. Forsvarsmenn Discord segjast vinna með rannsakendum í Bandaríkjunum að því að bera kennsl á hann. Vann á herstöð Hin leynilegu gögn sem um ræðir eru myndir sem teknar voru af leynilegum skjölum sem voru meðal annars ætluð æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og stjórnvalda. Þau snerust meðal annars um stríðið í Úkraínu og stöðu Úkraínumanna og Rússa, njósnir Bandaríkjamanna víða um heim, greiningar á stöðu heimsmála og ýmislegt annað. Myndirnar voru teknar af skjölum sem höfðu verið prentuð út og virðast einhverrar myndanna hafa verið teknar heima hjá manninum sem kallaði sig OG. Sjá einnig: Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Samkvæmt upplýsingum Washington Post sagðist maðurinn sem kallaðist OG vinna á herstöð og verja nokkrum klukkustundum á dag á stað þar sem símar og önnur raftæki væru bönnuð, vegna þess að á staðnum var sýslað með leynileg gögn. Í frétt Washington Post segir að OG hafi deilt myndbandi af sér með hópnum, þar sem hann sé vopnaður riffli. Á myndbandinu lætur hann frá sér rasísk ummæli, meðal annars um gyðinga, og skýtur svo á æfingarskotmark. Rannsakendur Bellingcat höfðu áður rætt við einn af ungu mönnunum sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Eftir að myndirnar voru birtar í Thug Shaker Central, fyrr á þessu ári, rötuðu þær á annað spjallborð á Discord tileinkað áhrifavaldi frá Filippseyjum og svo enn einu tileinkuðu hinum vinsæla leik Minecraft. Það var svo ekki fyrr en mánuði eftir það sem myndirnar rötuðu á almennari samfélagsmiðla og í fjölmiðla. Deildu hundruðum mynda Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, samkvæmt mönnunum sem ræddu við Washington Post. Sjá einnig: Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Undir lok síðasta árs skammaði OG aðra meðlimi hópsins fyrir að sína löngum færslum hans um stöðu heimsmála lítinn áhuga. Því ætlaði hann að hætta að birta þessar færslur vegna þess hve langan tíma það tæki hann að skrifa þær. Þess í stað byrjaði hann að birta myndir af leynilegum skjölum sem hann hafði áður notað til að skrifa áðurnefndar færslur sínar. Þar sáu meðlimir spjallborðsins leynilegar gervihnattamyndir af eld- og stýriflaugaárásum Rússa í Úkraínu, kort af stöðu mála í Úkraínu og mögulegar flugleiðir langdrægra eldflauga frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Myndirnar sýndu einnig að njósnastofnanir Bandaríkjanna höfðu ítarlegar upplýsingar um stöðu mála í rússneska hernum. Minnst eitt skjalið sem var myndað virðist hafa verið prentað úr Intellipedia, sem er forrit sem leyniþjónustur Bandaríkjanna nota til samvinnu milli stofnana. OG byrjaði að deila þessum myndum með hópnum í lok síðasta árs og hélt hann því áfram næstu mánuði. Hann er talinn hafa deilt hundruð mynda af leynilegum skjölum með hópnum. Sjá einnig: Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Segja OG ekki uppljóstrara eða útsendara annars ríkis Ungu mennirnir sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja OG ekki vera útsendara Rússlands eða annars ríkis. Honum virðist þó hafa verið í nöp við bandarísk stjórnvöld og ræddi ítrekað um það að leyniþjónustur Bandaríkjanna og löggæsluembætti væru að berjast gegn íbúum Bandaríkjanna og að stjórnvöld landsins væru ill. Til að mynda staðhæfði hann að yfirvöld hafi vitað af því fyrirfram að Payton S. Gendron hafi ætlað sér að skjóta svart fólk til bana í verslun í Buffalo í New York í fyrra. Ákveðið hafi verið að stöðva hann ekki svo öryggisstofnanir gætu beðið um aukið fjármagn. Sjá einnig: Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Annar ungu mannanna sem ræddi við Washington Post segir OG ekki vera einhverskonar uppljóstrara. Hann hafi viljað stæra sig af aðgangi sínum að leynilegum gögnum og að myndirnar hefðu ekki átt að rata út fyrir þeirra litla hóp. Báðir mennirnir segja OG ekki hafa gert neitt rangt, en kenna þess í stað þeim sem dreifði myndunum fyrst um að hafa eyðilagt hið litla samfélag þeirra. Njósnarar sagðir herja á leikjaspilara Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að þúsundir ungra starfsmanna hersins eða yfirvalda hafa getað haft aðgang að umræddum gögnum. Þá hafa rannsakendur lengi haft áhyggjur af því að forrit eins og Discord og aðrir kimar internetsins þar sem leikjaspilarar komi saman geti verið notaðir til njósna. Rússneskir njósnarar séu til að mynda grunaðir um að hafa reynt að vingast við leikjaspilara sem þeir töldu hafa unnið fyrir bandarískar leyniþjónustur og reynt að fá þá til að deila leynilegum upplýsingum. Ekki er vitað til þess að það hafi virkað en hafi erlendur njósnari orðið sér út um aðgang að Thug Shaker Central hafi þeir getað skoðað myndirnar að vild. Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem hefur rætt við og fengið gögn og upplýsingar hjá mönnum sem voru í hópnum. Á þriðja tug ungra manna og táninga voru í hópnum, samkvæmt frétt Washington Post, og áttu þeir lítið sameiginlegt annað en að „elska byssur, hergögn og guð“ og stýrði maðurinn sem lak gögnunum spjallborðinu á Discord. Spjallborðið kallaðist „Thug Shaker Central“ og þar kallaðist umræddur maður „OG“. Forsvarsmenn Discord segjast vinna með rannsakendum í Bandaríkjunum að því að bera kennsl á hann. Vann á herstöð Hin leynilegu gögn sem um ræðir eru myndir sem teknar voru af leynilegum skjölum sem voru meðal annars ætluð æðstu mönnum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og stjórnvalda. Þau snerust meðal annars um stríðið í Úkraínu og stöðu Úkraínumanna og Rússa, njósnir Bandaríkjamanna víða um heim, greiningar á stöðu heimsmála og ýmislegt annað. Myndirnar voru teknar af skjölum sem höfðu verið prentuð út og virðast einhverrar myndanna hafa verið teknar heima hjá manninum sem kallaði sig OG. Sjá einnig: Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Samkvæmt upplýsingum Washington Post sagðist maðurinn sem kallaðist OG vinna á herstöð og verja nokkrum klukkustundum á dag á stað þar sem símar og önnur raftæki væru bönnuð, vegna þess að á staðnum var sýslað með leynileg gögn. Í frétt Washington Post segir að OG hafi deilt myndbandi af sér með hópnum, þar sem hann sé vopnaður riffli. Á myndbandinu lætur hann frá sér rasísk ummæli, meðal annars um gyðinga, og skýtur svo á æfingarskotmark. Rannsakendur Bellingcat höfðu áður rætt við einn af ungu mönnunum sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Eftir að myndirnar voru birtar í Thug Shaker Central, fyrr á þessu ári, rötuðu þær á annað spjallborð á Discord tileinkað áhrifavaldi frá Filippseyjum og svo enn einu tileinkuðu hinum vinsæla leik Minecraft. Það var svo ekki fyrr en mánuði eftir það sem myndirnar rötuðu á almennari samfélagsmiðla og í fjölmiðla. Deildu hundruðum mynda Meðlimir hópsins kynntust fyrst í gegnum netið á öðru spjallborði Discord tileinkuðu bandarískum manni sem kallar sig Oxide og birtir byssumyndbönd á Youtube. OG bauð meðlimum þessa spjallborðs í Thug Shaker Central, þar sem þeir áttu að geta rætt sín á milli um tölvuleiki. Í hópnum voru aðrir menn frá Bandaríkjunum, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, samkvæmt mönnunum sem ræddu við Washington Post. Sjá einnig: Bandaríkjamönnum þótti Guterres of viljugur til að draga taum Rússa Undir lok síðasta árs skammaði OG aðra meðlimi hópsins fyrir að sína löngum færslum hans um stöðu heimsmála lítinn áhuga. Því ætlaði hann að hætta að birta þessar færslur vegna þess hve langan tíma það tæki hann að skrifa þær. Þess í stað byrjaði hann að birta myndir af leynilegum skjölum sem hann hafði áður notað til að skrifa áðurnefndar færslur sínar. Þar sáu meðlimir spjallborðsins leynilegar gervihnattamyndir af eld- og stýriflaugaárásum Rússa í Úkraínu, kort af stöðu mála í Úkraínu og mögulegar flugleiðir langdrægra eldflauga frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Myndirnar sýndu einnig að njósnastofnanir Bandaríkjanna höfðu ítarlegar upplýsingar um stöðu mála í rússneska hernum. Minnst eitt skjalið sem var myndað virðist hafa verið prentað úr Intellipedia, sem er forrit sem leyniþjónustur Bandaríkjanna nota til samvinnu milli stofnana. OG byrjaði að deila þessum myndum með hópnum í lok síðasta árs og hélt hann því áfram næstu mánuði. Hann er talinn hafa deilt hundruð mynda af leynilegum skjölum með hópnum. Sjá einnig: Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Segja OG ekki uppljóstrara eða útsendara annars ríkis Ungu mennirnir sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja OG ekki vera útsendara Rússlands eða annars ríkis. Honum virðist þó hafa verið í nöp við bandarísk stjórnvöld og ræddi ítrekað um það að leyniþjónustur Bandaríkjanna og löggæsluembætti væru að berjast gegn íbúum Bandaríkjanna og að stjórnvöld landsins væru ill. Til að mynda staðhæfði hann að yfirvöld hafi vitað af því fyrirfram að Payton S. Gendron hafi ætlað sér að skjóta svart fólk til bana í verslun í Buffalo í New York í fyrra. Ákveðið hafi verið að stöðva hann ekki svo öryggisstofnanir gætu beðið um aukið fjármagn. Sjá einnig: Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Annar ungu mannanna sem ræddi við Washington Post segir OG ekki vera einhverskonar uppljóstrara. Hann hafi viljað stæra sig af aðgangi sínum að leynilegum gögnum og að myndirnar hefðu ekki átt að rata út fyrir þeirra litla hóp. Báðir mennirnir segja OG ekki hafa gert neitt rangt, en kenna þess í stað þeim sem dreifði myndunum fyrst um að hafa eyðilagt hið litla samfélag þeirra. Njósnarar sagðir herja á leikjaspilara Sérfræðingar segja í samtali við Washington Post að þúsundir ungra starfsmanna hersins eða yfirvalda hafa getað haft aðgang að umræddum gögnum. Þá hafa rannsakendur lengi haft áhyggjur af því að forrit eins og Discord og aðrir kimar internetsins þar sem leikjaspilarar komi saman geti verið notaðir til njósna. Rússneskir njósnarar séu til að mynda grunaðir um að hafa reynt að vingast við leikjaspilara sem þeir töldu hafa unnið fyrir bandarískar leyniþjónustur og reynt að fá þá til að deila leynilegum upplýsingum. Ekki er vitað til þess að það hafi virkað en hafi erlendur njósnari orðið sér út um aðgang að Thug Shaker Central hafi þeir getað skoðað myndirnar að vild.
Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira