Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. apríl 2023 08:00 Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stafræn þróun Félagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun