Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 15:36 Karen hefur rekið Kaja Organics síðastliðin tíu ár. Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar. Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira