Markús mætti á dráttarvél tvíbura síns í jarðarförina hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 16:53 Myndin af Markúsi á dráttarvélinni á Reykjanesbrautinni vakti mikla athygli og það áður en dóttir hans hafði deilt hjartnæmri sögu föður síns og tvíburabróður hans. Mynd/Kjartan Sverrisson Markús Sigurðsson segir ekki hafa komið til greina annað en að koma akandi á dráttarvél Jóns Friðriks Sigurðssonar tvíburabróður síns þegar sá síðarnefndi var borinn til grafar á dögunum. Mynd af Markúsi á dráttarvélinni vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ekki síst þegar Linda dóttir Markúsar upplýsti netverja um sögu bræðranna. Myndin af Markúsi á dráttarvélinni á Reykjanesbrautinni birtist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni. Fyrst um sinn þótti fólkiskondið að sjá mann á dráttarvél akandi á Reykjanesbrautinni þar sem sást í merki kynlífshjálparverslunar í baksýn. Þar mættust gamli tíminn og sá nýi. Mögulegur hlátur varð fljótt að fallegum tárum þegar dóttir Markúsar greindi frá því að þarna væri pabbi hennar á ferðinni og tilefnið sorglegt. Markús og Jón Friðrik, sem alltaf var kallaður Nonni. „Þetta er pabbi minn. Hann missti tvíburabróður sinn skyndilega en þeir gerðu upp traktora saman. Hinsta kveðja pabba var því (eðlilega) að hafa uppgerða Deutz dráttarvél fyrir utan kirkjuna þegar bróðir hans var jarðsettur,“ segir Linda. Jón Friðrik var 76 ára þegar hann lést á síðasta degi febrúar. „Við vorum alltaf að gera við þessar vélar saman,“ segir Markús í samtali við Vísi. „Við vorum tvíburar þar að auki og búnir að vera saman síðan í móðurkviði. Þannig að það kom ekki annað til greina en að keyra á traktornum hérna úr Hafnarfirðinum og í Bústaðarkirkju.“ Þetta er pabbi minn. Hann missti tvíburabróður sinn skyndilega en þeir gerðu upp traktora saman. Hinsta kveðja pabba var því (eðlilega) að hafa uppgerða Deutz dráttarvél fyrir utan kirkjuna þegar bróðir hans var jarðsettur. https://t.co/xamzwj8gLs— Linda Björk (@markusardottir) April 20, 2023 Um var að ræða traktor sem hafði verið í fóstri hjá Jóni í tólf ár eða síðan 2011. „Ég sótti hann norður í Mývatnssveit og keyrði hann suður. Hann gekk alveg en það þurfti að gera gríðarlega mikið við hann,“ útskýrir Markús. Útförin fór fram þann 14. mars síðastliðinn. „Það var átta stiga frost, helvítis gaddur og kalt á móti. Þetta minnti mann á gömlu góðu dagana,“ segir Markús sem keyrði á 22 kílómetra hraða í kirkjuna. Markús á dráttarvél tvíburabróður síns fyrir utan Bústaðakirkju daginn sem útför hans fór fram í kirkjunni. Manndómsvígsla að keyra dráttarvélina heim níu ára gamlir „Við erum aldnir upp í Þingvallasveit og þegar við vorum níu ára gamlir þá fórum við með afa að sækja traktor. Afi fór í rútu til baka en við fengum tveir að keyra átta kílómetra leið heim í Svartagil,“ segir Markús hlæjandi. „Níu ára gamlir! Það mætti sennilega ekki í dag. Ætli afi yrði ekki hengdur ef hann myndi gera þetta í dag, að láta níu ára börn gera þetta. Svona hefur þetta breyst,” segir Markús. Tvíburabræðurnir unnu saman að fjölmörgum dráttarvélum í gegnum árin enda fóru þeir einir sína fyrstu ferð á slíku tæki einungis níu ára gamlir. Linda segir í samtali við Vísi að upp frá þessari manndómsvígslu hafi bræðurnir elskað dráttarvélar. „Þetta var eitthvað sem batt þá saman og þeir litu á sem manndómsvígslu alla tíð.“ Linda segist hafa talið sér ljúft og skylt að segja frá sögu föður síns á samfélagsmiðlum. „Þetta snerti gríðarlega marga. Þarna eru menn sem eru fæddir 1947 og ekki mikið að flíka tilfinningum sínum, svo mér fannst um að gera að deila því með fólki hver tilgangur ferðarinnar var hjá pabba,“ segir Linda. „Þeir voru endalaust að vinna í þessu saman. Alltaf þegar það sést traktor í umferðinni þá fæ ég senda spurningu: „Er þetta ekki pabbi þinn?“,“ segir Linda hlæjandi og bætir við: „Og í svona 95 prósenta tilvika þá er þetta akkúrat pabbi minn.“ Samgöngur Þjóðkirkjan Hafnarfjörður Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Myndin af Markúsi á dráttarvélinni á Reykjanesbrautinni birtist á samfélagsmiðlinum Twitter í vikunni. Fyrst um sinn þótti fólkiskondið að sjá mann á dráttarvél akandi á Reykjanesbrautinni þar sem sást í merki kynlífshjálparverslunar í baksýn. Þar mættust gamli tíminn og sá nýi. Mögulegur hlátur varð fljótt að fallegum tárum þegar dóttir Markúsar greindi frá því að þarna væri pabbi hennar á ferðinni og tilefnið sorglegt. Markús og Jón Friðrik, sem alltaf var kallaður Nonni. „Þetta er pabbi minn. Hann missti tvíburabróður sinn skyndilega en þeir gerðu upp traktora saman. Hinsta kveðja pabba var því (eðlilega) að hafa uppgerða Deutz dráttarvél fyrir utan kirkjuna þegar bróðir hans var jarðsettur,“ segir Linda. Jón Friðrik var 76 ára þegar hann lést á síðasta degi febrúar. „Við vorum alltaf að gera við þessar vélar saman,“ segir Markús í samtali við Vísi. „Við vorum tvíburar þar að auki og búnir að vera saman síðan í móðurkviði. Þannig að það kom ekki annað til greina en að keyra á traktornum hérna úr Hafnarfirðinum og í Bústaðarkirkju.“ Þetta er pabbi minn. Hann missti tvíburabróður sinn skyndilega en þeir gerðu upp traktora saman. Hinsta kveðja pabba var því (eðlilega) að hafa uppgerða Deutz dráttarvél fyrir utan kirkjuna þegar bróðir hans var jarðsettur. https://t.co/xamzwj8gLs— Linda Björk (@markusardottir) April 20, 2023 Um var að ræða traktor sem hafði verið í fóstri hjá Jóni í tólf ár eða síðan 2011. „Ég sótti hann norður í Mývatnssveit og keyrði hann suður. Hann gekk alveg en það þurfti að gera gríðarlega mikið við hann,“ útskýrir Markús. Útförin fór fram þann 14. mars síðastliðinn. „Það var átta stiga frost, helvítis gaddur og kalt á móti. Þetta minnti mann á gömlu góðu dagana,“ segir Markús sem keyrði á 22 kílómetra hraða í kirkjuna. Markús á dráttarvél tvíburabróður síns fyrir utan Bústaðakirkju daginn sem útför hans fór fram í kirkjunni. Manndómsvígsla að keyra dráttarvélina heim níu ára gamlir „Við erum aldnir upp í Þingvallasveit og þegar við vorum níu ára gamlir þá fórum við með afa að sækja traktor. Afi fór í rútu til baka en við fengum tveir að keyra átta kílómetra leið heim í Svartagil,“ segir Markús hlæjandi. „Níu ára gamlir! Það mætti sennilega ekki í dag. Ætli afi yrði ekki hengdur ef hann myndi gera þetta í dag, að láta níu ára börn gera þetta. Svona hefur þetta breyst,” segir Markús. Tvíburabræðurnir unnu saman að fjölmörgum dráttarvélum í gegnum árin enda fóru þeir einir sína fyrstu ferð á slíku tæki einungis níu ára gamlir. Linda segir í samtali við Vísi að upp frá þessari manndómsvígslu hafi bræðurnir elskað dráttarvélar. „Þetta var eitthvað sem batt þá saman og þeir litu á sem manndómsvígslu alla tíð.“ Linda segist hafa talið sér ljúft og skylt að segja frá sögu föður síns á samfélagsmiðlum. „Þetta snerti gríðarlega marga. Þarna eru menn sem eru fæddir 1947 og ekki mikið að flíka tilfinningum sínum, svo mér fannst um að gera að deila því með fólki hver tilgangur ferðarinnar var hjá pabba,“ segir Linda. „Þeir voru endalaust að vinna í þessu saman. Alltaf þegar það sést traktor í umferðinni þá fæ ég senda spurningu: „Er þetta ekki pabbi þinn?“,“ segir Linda hlæjandi og bætir við: „Og í svona 95 prósenta tilvika þá er þetta akkúrat pabbi minn.“
Samgöngur Þjóðkirkjan Hafnarfjörður Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp