Netöryggisáskoranir Hlutaneta og leiðir til úrbóta Þór Jes Þórisson skrifar 25. apríl 2023 07:31 Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun