Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2023 22:31 Sigrún Sigurðardóttir er í stjórn Geðhjálpar. sigurjón ólason Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00