Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:20 Devin Booker átti magnaðan leik með Phoenix Suns liðinu í nótt. AP/Matt York Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira