Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 21:38 Tucker Carlson var vinsælasti þáttastjórnandi Fox News en var látinn fara í kjölfar vandræðalegra uppljóstrana. AP/Seth Wenig Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Fox News rak Carlson skyndilega án skýringa 24. apríl. Brottreksturinn kom fast á hæla hundruð milljóna dollara sáttar sem Fox gerði utan dóms við Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar. Dominion stefndi Fox New vegna meiðyrða í tengslum við stoðlausar samsæriskenningar um forsetakosningarnar 2020. Ákvörðunin um að reka Carlson var tekin þrátt fyrir að þáttur hans væri sá langvinsælasti í bandarísku sjónvarpi. Carlson tilkynnti um endurkomu sína í myndbandi sem birtist á Twitter. Í því sagði hann að stóru fjölmiðlarnir væru lítt duldar áróðursvélar og að Twitter væri í raun eini stóri vettvangurinn þar sem tjáningarfrelsið lifði. Boðaði hann „nýja útgáfu“ af þættinum sem hann stýrði á Fox News um rúmlega sex ára skeið. Útskýrði hann ekki frekar sniðið á þættinum eða hvort að Twitter hefði formlega aðkomu að þeim. We re back. pic.twitter.com/sG5t9gr60O— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) May 9, 2023 AP-fréttastofan segir óljóst hvað tíðindi þýða fyrir samning Carlson við Fox. Venjulega sé ákvæði í samningum sem þessum um að þáttastjórnandi megi ekki taka að sér sambærilegt starf annars staðar strax eftir starfslok. Fulltrúar Fox svöruðu ekki fyrirspurnum strax. Básúnar hægriöfgasamsæriskenningum Carlson er utarlega á hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann hefur meðal annars sagt í þætti sínum að innflytjendur gerðu Bandaríkin „skítugri“ og endurómað hægriöfgasamsæriskenningu um að frjálslynd stjórnmálaöfl í heiminum vinni að því að „skipta út“ hvítum fólki fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum og þjóðarbrotum. Það sem felldi Carlson hjá Fox News voru þó ekki rasísk ummæli af borð við þessu heldur vandræðalegar uppljóstranir upp úr persónulegum samskiptum hans sem Dominon fékk afhent í tengslum við málaferlin gegn Fox. Í skilaboðunum talaði Carlson illa um yfirmenn sína hjá Fox og ýmsa viðmælendur sem hann þóttist engu að síður taka mark á þegar myndavélarnar voru í gangi. New York Times sagði fyrir skemmstu frá skilaboðum Carlson til framleiðanda þar sem hann talaði um myndband af þremur stuðningsmönnum Donalds Trump berja ungan andfasista. Hann hafi upplifað að hann vildi sjá mennina drepa unga manninn þrátt fyrir að það væri að hans mati ekki reisn yfir því að þrír réðust á einn. „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást,“ skrifaði Carlson. Til að bæta gráu ofan á svart stefndi fyrrverandi framleiðandi þáttarins Fox vegna meints kvenhaturs á vinnustaðnum. Konan lýsti því að Carlson og starfsmenn hans hefðu ítrekað haft uppi kynferðislegar athugasemdir um konur. Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn.EPA Twitter þokast í hægri átt Frá því að Elon Musk, suðurafrískættaði auðkýfingurinn, festi kaup á Twitter í fyrra hefur hann hleypt fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir alls kyns brot á notendaskilmálum eins og hatursorðræðu og upplýsingafals aftur á miðilinn. Þrátt fyrir að Musk sjálfur haldi því fram að hann sé miðjumaður í stjórnmálum hefur hann um margra mánaða tímabil verið virkur í samskiptum við hægrijaðarfígúrur á Twitter, tekið undir og deilt tístum þeirra og brugðist hratt við umkvörtunum. Í kjölfar skotárásar í Allen í Texas um helgina þar sem vopnaður maður skaut átta manns til bana með árásarriffli hefur Musk deilt ýmiss konar upplýsingafalsi. Sterkar vísbendingar eru um að fjöldamorðinginn hafi aðhyllst hægriöfgar og hvíta þjóðernishyggju. Musk hefur gefið í skyn að árásin hafi verið einhvers konar sálfræðihernaður dulinna afla sem fjölmiðlar taki þátt í með umfjöllun sinni. Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Fox News rak Carlson skyndilega án skýringa 24. apríl. Brottreksturinn kom fast á hæla hundruð milljóna dollara sáttar sem Fox gerði utan dóms við Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar. Dominion stefndi Fox New vegna meiðyrða í tengslum við stoðlausar samsæriskenningar um forsetakosningarnar 2020. Ákvörðunin um að reka Carlson var tekin þrátt fyrir að þáttur hans væri sá langvinsælasti í bandarísku sjónvarpi. Carlson tilkynnti um endurkomu sína í myndbandi sem birtist á Twitter. Í því sagði hann að stóru fjölmiðlarnir væru lítt duldar áróðursvélar og að Twitter væri í raun eini stóri vettvangurinn þar sem tjáningarfrelsið lifði. Boðaði hann „nýja útgáfu“ af þættinum sem hann stýrði á Fox News um rúmlega sex ára skeið. Útskýrði hann ekki frekar sniðið á þættinum eða hvort að Twitter hefði formlega aðkomu að þeim. We re back. pic.twitter.com/sG5t9gr60O— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) May 9, 2023 AP-fréttastofan segir óljóst hvað tíðindi þýða fyrir samning Carlson við Fox. Venjulega sé ákvæði í samningum sem þessum um að þáttastjórnandi megi ekki taka að sér sambærilegt starf annars staðar strax eftir starfslok. Fulltrúar Fox svöruðu ekki fyrirspurnum strax. Básúnar hægriöfgasamsæriskenningum Carlson er utarlega á hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann hefur meðal annars sagt í þætti sínum að innflytjendur gerðu Bandaríkin „skítugri“ og endurómað hægriöfgasamsæriskenningu um að frjálslynd stjórnmálaöfl í heiminum vinni að því að „skipta út“ hvítum fólki fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum og þjóðarbrotum. Það sem felldi Carlson hjá Fox News voru þó ekki rasísk ummæli af borð við þessu heldur vandræðalegar uppljóstranir upp úr persónulegum samskiptum hans sem Dominon fékk afhent í tengslum við málaferlin gegn Fox. Í skilaboðunum talaði Carlson illa um yfirmenn sína hjá Fox og ýmsa viðmælendur sem hann þóttist engu að síður taka mark á þegar myndavélarnar voru í gangi. New York Times sagði fyrir skemmstu frá skilaboðum Carlson til framleiðanda þar sem hann talaði um myndband af þremur stuðningsmönnum Donalds Trump berja ungan andfasista. Hann hafi upplifað að hann vildi sjá mennina drepa unga manninn þrátt fyrir að það væri að hans mati ekki reisn yfir því að þrír réðust á einn. „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást,“ skrifaði Carlson. Til að bæta gráu ofan á svart stefndi fyrrverandi framleiðandi þáttarins Fox vegna meints kvenhaturs á vinnustaðnum. Konan lýsti því að Carlson og starfsmenn hans hefðu ítrekað haft uppi kynferðislegar athugasemdir um konur. Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn.EPA Twitter þokast í hægri átt Frá því að Elon Musk, suðurafrískættaði auðkýfingurinn, festi kaup á Twitter í fyrra hefur hann hleypt fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir alls kyns brot á notendaskilmálum eins og hatursorðræðu og upplýsingafals aftur á miðilinn. Þrátt fyrir að Musk sjálfur haldi því fram að hann sé miðjumaður í stjórnmálum hefur hann um margra mánaða tímabil verið virkur í samskiptum við hægrijaðarfígúrur á Twitter, tekið undir og deilt tístum þeirra og brugðist hratt við umkvörtunum. Í kjölfar skotárásar í Allen í Texas um helgina þar sem vopnaður maður skaut átta manns til bana með árásarriffli hefur Musk deilt ýmiss konar upplýsingafalsi. Sterkar vísbendingar eru um að fjöldamorðinginn hafi aðhyllst hægriöfgar og hvíta þjóðernishyggju. Musk hefur gefið í skyn að árásin hafi verið einhvers konar sálfræðihernaður dulinna afla sem fjölmiðlar taki þátt í með umfjöllun sinni.
Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19