Jokic, einn besti leikmaður NBA deildarinnar um þessar mundir, lagði sitt af mörkum til þess að Nuggets kæmist yfir í einvíginu gegn Lakers. Hann náði að skila inn þrefaldri tvennu í nótt með 34 stigum, 21 frákasti og 14 stoðsendingum.
Þreföldu tvennunni hafði hann náð að skila inn fyrir lok þriðja leikhluta og er það í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem það gerist.
Þá var Michael Porter Jr. einnig atkvæðamikill fyrir Nuggets með 15 stig og 10 fráköst.
Lakers sló út ríkjandi NBA meistara Golden State Warriors í undanúrslitum en er nú lent undir gegn Nuggets.
Anthony Davis dró vagninn fyrir Lakers í stigaskorun í nótt með alls 40 stig, þá skilaði hann inn 10 fráköstum og remur stoðsendingum.
Lebron James var með 26 stig fyrir lakers, 12 fráköst og 9 stoðsendingar.
Næsti leikur liðanna fer fram þann 18. maí næstkomandi, hann verður spilaður í Denver líkt og leikur næturinnar.