Serge Gnabry kom Bayern yfir með marki á 25.mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Muller.
Heimamenn héldu í eins marks forystu sína allt þar til á 64.mínútu þegar að Konrad Laimer, leikmaður RB Leipzig, kom boltanum í netið og jafnaði leikinn.
Leikmenn RB Leipzig létu ekki þar við sitja því að á 76.mínútu kom Christopher Nkunku gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu.
Það var síðan Ungverjinn Dominik Szoboszlai sem innsiglaði 3-1 sigur Leipzig með marki úr vítaspyrnu á 86.mínútu.
Þar með varð Bayern Munchen af mikilvægum stigum í titilbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar sem þeir leiða með aðeins einu stigi á þessari stundu.
Borussia Dortmund, sem vermir annað sæti deildarinnar, á hins vegar leik til góða á Bayern og gæti því með sigri í næsta leik sínum hrifsað til sín toppsætið.
Bayern missteig sig harkalega í titilbaráttunni

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen lutu í dag í lægra haldi gegn RB Leipzig á heimavelli og er titilbaráttan því galopin í þýsku úrvalsdeildinni.