Kjartan Atli kveður Körfuboltakvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2023 16:21 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í setti fyrir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/bára Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili. Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum. Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum.
Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira