Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2023 23:44 Frá fiskeldiskvíum í Noregi. Artur Widak/Getty Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði. Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu. Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu.
Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35