Fernando Torres hámaði í sig súpu í Friðheimum Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 18:28 Tryggvi Örn ásamt sjálfum Fernando Torres. Aðsend Knattspyrnugoðsögnin Fernando Torres er á ferð um landið. Liverpoolmaður sem dýrkar hann og dáir hitti kappann í dag en beið með að nálgast hann þangað til hann var búinn að borða. Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn. Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn.
Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira