Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Garðar Már segir að þyrlan hafi fyrir tilviljun verið nálægt slysstöðum við æfingar og því hafi hún verið nýtt til þess að flytja þá slösuðu. Það hafi ekki endilega verið vegna alvarleika slysanna.
Samkvæmt heimildum Vísis var þó um nokkuð alvarlegt slys að ræða á Flúðum. Þar hlaut keppandi á mótorkrossmóti við bæinn Jaðar nokkuð ljótt fótbrot, að sögn sjónarvotta.