Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 06:42 Þúsundir kjarnaodda eru reiðubúnir til notkunar. Getty Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira