Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2023 16:01 Álftanes ætlar sér stóra hluti. Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina. Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Álftanes sigraði 1. deild karla í körfubolta í vor og mun leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ekkert er til sparað og hefur liðið sankað að sér frábærum leikmönnum að undanförnu. Nú hefur það fengið vægast sagt spennandi viðbót frá Bandaríkjunum. Douglas Wilson er 2.01 metri á hæð og kemur frá South Dakota State-háskólanum. Hann spilar stöðu miðherja eða kraftframherja og var að meðaltali með 17 stig í leik á sínum þremur leiktíðum fyrir South Dakota State. „Wilson hefur það á afrekaskrá sinni að hafa verið valinn besti leikmaður Summit-deildarinnar í Bandaríkjunum, sem er öflug háskóladeild. Það gerði hann strax á sínu fyrsta ári í skólanum. Á þriðja ári sínu var hann svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í deildinni er hann leiddi South Dakota State til sigurs,“ segir í tilkynningu nýliðanna. Wilson samdi við lið í Frakklandi fyrir síðustu leiktíð en í læknisskoðun þar vildu læknar gera frekari rannsóknir á hjarta leikmannsins þar sem það þótti heldur stórt. Fór hann því heim í öll þau próf sem þurfti til að ganga úr skugga um að allt væri með felldu. Sú er raunin og hefur Wilson því atvinnumannaferilinn með Álftanesi. Hann er vægast sagt spenntur að hefja leik. „Mér er það mikill heiður og það er mikil blessun að fá tækifæri að leika með Álftanesi. Ég get ekki beðið eftir því að komast þangað og byrja að leggja mig fram,“ segir Wilson um komuna til Íslands. „Við erum mjög spennt fyrir komu hans á Álftanesið. Þetta er leikmaður sem hefur hjálpað liðum sínum, bæði í Háskólaboltanum og í Junior College, að ná sögulegum árangri. Hann er virkilega fær leikmaður og passar vel inn í okkar leikstíl,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins um nýjustu viðbótina.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13 Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Haukur Helgi til Álftaness Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við nýliða Álftaness í Subway deild karla. 24. maí 2023 09:13
Hörður Axel í Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. 17. maí 2023 13:34