Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 14:11 Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifa undir skjöl á fundi Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO). Rússar og Kínverjar stofnuðu samtökin til höfuðs vestrænum samvinnustofnunum. AP/Alexander Kazakov/Sputnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Aðildarríki Samvinnustofnunar Sjanghæ (SCO), þar á meðal Indland, Kína og Rússland, funduðu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Sá félagsskapur er mun vinveittari Pútín og Rússlandi en aðrar alþjóðlegar stofnanir um þessar mundir, sérstaklega eftir að Rússar gerðu sjálfa sig að úrhraki í alþjóðasamfélaginu með því að ráðast inn í Úkraínu í fyrra. Ávarp Pútíns var jafnframt það fyrsta á alþjóðlegum vettvangi eftir skammlífa uppreisn Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðahers hans í síðasta mánuði. „Rússneska þjóðin er sameinaðri sem aldrei fyrr. Stjórnmálasamfélagið og allt samfélagið sýndi samstöðu og ábyrgð á örlögum föðurlandsins með því að mynda sameinað víglínu gegn tilraun til vopnaðrar uppreisnar,“ sagði Pútín. Aðrir þjóðarleiðtogar forðuðust að nefna uppreisnartilraunina beint en hörmuðu afleiðingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Pútín þakkaði þeim fyrir stuðninginn en sakaði vestræn ríki um að egna Úkraínu gegn Rússlandi. Forsetinn hefur ítrekað kennt vesturlöndum um að hann hafi ákveðið að ráðast á Úkraínu. Íranir fengu inngöngu í SCO á ráðstefnunni í dag. Aðildarríki stofnunarinnar eru þar með orðin níu: Kína, Rússland, Indland, Pakistan, Kasakstan, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Hvíta-Rússland gæti orðið tíunda aðildarríkið á næstunni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira