Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 09:09 Merki Threads á síma við hlið tístandi fuglsins sem er einkennistákn Twitter. AP/Richard Drew Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Meta hefur sagt írskum persónuverndaryfirvöldum að þau hafi engin áform um að setja Threads á evrópskan markað í bili. Höfðustöðvar Meta í Evrópu eru á Írlandi. Fyrirtækið vísar til óvissu um regluverk fyrir ákvörðun sinni um að láta evrópska markaðinn sitja á hakanum. Samkvæmt upplýsingum um Threads-forritið í forritaverslun Apple getur það safnað upplýsingum um heilsu, fjármál, tengiliði, netvafur, leitarsögu, staðsetningu, kaup og önnur viðkvæm mál. Twitter hefur átt í töluverðum erfiðleikum upp á síðkastið. Nú síðast greip Musk til þess ráðs að takmarka hversu mörg tíst notendur gætu skoðað á einum degi. Þá ætlar Twitter nú að byrja að rukka notendur fyrir þjónustu sem hefur verið endurgjaldslaus um árabil. Twitter Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nokkurs konar kapphlaup á sér nú stað á samfélagmiðlamarkaði þar sem fyrirtæki reyna að nýta sér ófarir Twitter undir stjórn auðkýfingsins Elons Musk. Meta, stærsta samfélagsmiðlafyrirtæki í heimi sem á bæði Facebook og Instagram, kynnti Threads til sögunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar í vikunni. Threads svipar til Twitter sem byggist á tiltölulega stuttum textafærslum. Hámarksfjöldi stafabila á Threads er 500, umtalsvert meira en 280 stafabilin á Twitter. Þar er einnig hægt að deila hlekkjum, myndum og allt að fimm mínútna löngum myndböndum. Meta hefur sagt írskum persónuverndaryfirvöldum að þau hafi engin áform um að setja Threads á evrópskan markað í bili. Höfðustöðvar Meta í Evrópu eru á Írlandi. Fyrirtækið vísar til óvissu um regluverk fyrir ákvörðun sinni um að láta evrópska markaðinn sitja á hakanum. Samkvæmt upplýsingum um Threads-forritið í forritaverslun Apple getur það safnað upplýsingum um heilsu, fjármál, tengiliði, netvafur, leitarsögu, staðsetningu, kaup og önnur viðkvæm mál. Twitter hefur átt í töluverðum erfiðleikum upp á síðkastið. Nú síðast greip Musk til þess ráðs að takmarka hversu mörg tíst notendur gætu skoðað á einum degi. Þá ætlar Twitter nú að byrja að rukka notendur fyrir þjónustu sem hefur verið endurgjaldslaus um árabil.
Twitter Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira