Allt annað að sjá Wembanyama í leik númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 14:00 Victor Wembanyama hitti vel í nótt og sýndi þar af hverju menn eru svo spenntir fyrir honum. AP/John Locher Victor Wembanyama leit ekki út eins og undrabarn í fyrsta leik sínum í Sumardeildinni en það var allt annað upp á teningnum í nótt. Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira