„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 14:09 Dolly Parton er hún tilkynnti að ný plata væri á leiðinni. Getty/Mike Marsland Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“ Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira