Nýjar verðbólgutölur „mjög góð tíðindi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 12:07 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er hagfræðingur hjá Landsbankanum. landsbankinn Hagfræðingur segir uppfærðar verðbólgutölur Hagstofunnar gefa góð fyrirheit og að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur. Ársverðbólga í júlí mælist minni en sérfræðingar höfðu spáð. Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“ Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“
Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54