Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 18:42 Dómur í málinu verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent