Ungverjar voru töluvert sterkari framan af og leiddu í hálfleik 40-29. Íslendingar náðu að stilla betur saman strengi í seinni hálfleik og minnkuðu forskotið í sex stig, staðan 57-51 eftir þrjá leikhluta.
Ísland náði að minnka muninn í fjögur stig og áttu möguleika á að stela sigrinum í lokin en varð þó ekki kápan úr því klæðinu.
Stigahæstur Íslendinga að þessu sinni var Jón Axel Guðmundsson. Hann skoraði 17 stig og bætti við sex fráköstum.
Leikirnir tveir sem Ísland lék um helgina, gegn Ísrael og Ungverjalandi, voru liðir í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni Ólympíuleikanna 2024 nú í ágúst en leikið verður í Tyrklandi.