Skjót viðbrögð skiptu sköpum þegar ungur leikmaður fór í hjartastopp Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 23:22 Axel Örn Sæmundsson er þjálfari Álftaness. kgp.is/Álftanes Axel Örn Sæmundsson, þjálfari kvennaliðs Álftaness, þakkar skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr þegar ungur leikmaður liðs hans hneig niður til jarðar og lenti í hjartastoppi í leik gegn Fjölni í 2. deild kvenna í knattspyrnu. „Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum. UMF Álftanes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira
„Það sem gerist er bara að hún hnígur niður í jörðina. Við sjáum hana aldrei detta niður, en við sjáum hana liggja á vellinum og tökum eftir því og köllum auðvitað bara á dómara leiksins og biðjum hann að stöðva leikinn,“ sagði Axel þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Axel var augljóslega í uppnámi eftir atvikið, enda vill enginn þjálfari þurfa að fylgjast með leikmanni sínum berjast fyrir lífi sínu á vellinum. „Við hlaupum að henni og fyrsta hugsun hjá mér er að það hafi bara liðið yfir hana. Við höfum séð það gerast áður og það er kannski það besta sem getur gerst í svona aðstæðum ef þú skilur hvað ég á við,“ bætir Axel við. „Ég hleyp strax inn á völlinn um leið og dómarinn stoppar leikinn og sjúkraþjálfarinn hjá Fjölni líka. Þegar við komum að henni þá byrjum við bara á að setja hana í læsta hliðarlegu og ég sé í raun og veru aldrei framan í hana því dómarinn mætti og hélt utan um andlitið á henni. Fyrir mér virtist hún vera að anda, en það kom fljótt í ljós að svo var ekki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða“ Tveir læknar voru í stúkunni sem brugðust hratt og örugglega við. „Það var foreldri í stúkunni hjá okkur sem er læknir sem hljóp beint inn á og var kominn mjög snemma ofan í atvikið. Þegar hann kemur þá var hann og sjúkraþjálfari Fjölnis, og síðan annar læknir úr stúkunni sem ég veit ekki hver er, mættir ofan í atvikið og þá bara fer ég og ákveð að vera ekkert að þyrma meira yfir þessu og fór að hugsa um alla hina leikmennina sem voru inni á vellinum í sjokki.“ „Svo sný ég mér aftur við og þá sé ég að hann er byrjaður að hnoða hana sem þýddi bara eitt.“ Líðan leikmannsins góð eftir atvikum Axel bætir við að þær fréttir sem hann hafi fengið af leikmanninum séu góðar miðað við aðstæður. „Ég hringdi í mömmu hennar áðan og hún er bara í stabílu ástandi, góðu ástandi. . Hjartsláttur er bara fínn, hún er með fulla meðvitund og hún man hvar hún er og hvar hún var og hvað hún var að gera.“ „Hún gat svarað öllum spurningum sem voru lagðar fyrir hana, kennitöluna og allt. Sem er náttúrulega bara frábært,“ segir Axel að lokum.
UMF Álftanes Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminingu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Sjá meira