Vestri var mikið með boltann og liðið sótti án afláts í seinni hálfleik en voru ekki með markaskóna reimaða á sig í dag. Njarðvíkingar fóru því með öll þrjú stigin úr leiknum.
Rafel Victor skoraði bæði mörk heimamanna í dag og er nú kominn með níu mörk í deildinni, sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni hennar.
Njarðvíkingar hafa verið á góðu skriði síðan að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við þjálfun liðins og hafa unnið síðustu þrjá leiki. Með sigrinum í dag fer Njarðvík í 17 stig og ýtir Þrótturum niður fyrir sig í töflunni, en Þróttur á þó leik til góða.