EncroChat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun