Það skildi engan undra enda Martha Stewart líklega frægust fyrir matreiðslubækur sínar og sjónvarpsþætti um matargerð. Árið 2004 komst það í heimsfréttirnar þegar Stewart lenti í fangelsi um fimm mánaða skeið fyrir hlutabréfasvindl.
Sjónvarpsdrottningin eyddi tíma með forsetafrúnni fyrrverandi um helgina. Þær skelltu sér í heimsókn í súkkulaðiverksmiðjuna Omnom og til grænmetisframleiðandans VAXA. Þær kíktu svo að sjálfsögðu í Íslenska erfðagreiningu þar sem þær virðast hafa hitt Kára Stefánsson ef marka má Instagram.
Þá skellti Stewart sér jafnframt í Sky Lagoon í Kópavogi og virtist njóta sín vel, en þær létu það ekki duga heldur skelltu sér líka í þyrluferð frá Reykjavíkurflugvelli.
Bandaríska athafnakonan Hannah Milman, sem jafnframt er ritstjóri tímaritsins Martha Stewart Living, er með Mörthu og Dorrit í för og hefur verið duglega að birta myndir og myndbönd af heimsókn þeirra hingað til lands á samfélagsmiðlinum Instagram.