Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 07:50 Daníel prins og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Daníel heldur upp á fimmtugsafmæli sitt þann 15. september næstkomandi. EPA Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. „Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016. Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
„Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016.
Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira