Stefna Miðflokksins í málefnum útlendinga er skýr Þorsteinn Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2023 08:01 Það er merki um sterka málefnastöðu Miðflokksins þegar andstæðingar hans í stjórnmálum hoppa á vagna sem flokkurinn hefur dregið all lengi oftast einn. Er þakkarvert og styrkur að því að aðrir taki undir málefni sem barist hefur verið fyrir um árabil. En það er líka merki um hugmyndafátækt og kjarkleysi pólitískra andstæðinga þegar þeir stökkva til og þramma braut sem aðrir hafa rutt. Einkum eitt mál stendur upp nú um stundir sem sumir andstæðingar Miðflokksins hafa loksins áttað sig á og taka að nokkru leyti undir það sem flokkurinn hefur barist fyrir síðustu misserin. Málefni útlendinga eru hér í algerum ólestri og líkt og í mörgum öðrum málaflokkum eltir ríkisstjórnin þróunina. Miðflokkurinn hefur lengi bent á að ef að hugur manna stendur til að aðstoða flóttafólk sé best að beina hjálparstarfi að stöðum nærri heimabyggð þeirra sem á flótta eru. Þar nýtast fjármunir best og hægt er að veita fleirum aðstoð. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að beina aðstoð að þeim sem höllustum fæti standa og kappkosta að veita þeim sem mesta aðstoð vegna þess einfaldlega að Íslendingar geta ekki gert allt fyrir alla. Nágrannaríki okkar sem hafa lengri reynslu en við af móttöku útlendinga óháð stöðu þeirra hafa upp á síðkastið áttað sig á að hemil þarf að setja á móttöku flóttafólks förufólks og hælisleitenda. Stjórnvöld í Danmörku undir stjórn jafnaðarmanna hafa dregið línu í móttöku fólks og hvort tveggja neitað nokkrum hópi um landvist og samið við önnur þjóðríki um að annast flóttamenn og hælisleitendur meðan á meðferð mála þeirra stendur. Miðflokkurinn hefur bent á að varhugavert sé að setja flóttamenn hælisleitendur og förufólk undir sama hatt hvað aðstoð og réttindi varðar. Staða flóttafólks er bundin í sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Málefni hælisleitenda eða þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd eins og hópurinn heitir núna eru flóknari. Meirihluti stjórnmálamanna á Íslandi hefur ekki treyst sér til að beita Dyflinnarreglugerðinni og senda fólk á þann stað sem það fyrst tók land á Schengensvæðinu og/eða til landa hvar þau hafa þegar fengið vilyrði um alþjóðlega vernd. Í stað þess hafa stjórnvöld sent þau skilaboð til umheimsins að Ísland bjóði betur þegar förufólk flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga í hlut. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hingað hefur streymt fólk af ýmsu þjóðerni með mismunandi stöðu og sprengt kerfið sem smáríkið Ísland hefur byggt upp. Afleiðingarnar eru af ýmsum toga. Mest fer fyrir í umræðunni málefni einstaklinga sem margir hverjir hafa beðið úrlausn mála sinna mánuðum og árum saman. Margir hafa fest nokkrar rætur börn gengið í skóla og er eðlilega erfitt að vísa fólki frá eftir langan tíma. Ekki hafa verið uppi nokkur teikn um að stjórnvöld vilji stytta málsmeðferðartíma og koma með því í veg fyrir að jaðartilvik séu notuð til þess að varpa rýrð á stjórnvöld og ekki síður þá sem varað hafa við misserum saman að hætt sé við stjórnleysi í málaflokknum. Stjórnleysið birtist m.a. í því að stjórnvöld hyggjast nú koma upp flóttamannabúðum sem eiga reyndar að heita eitthvað annað s.s. skjólgarðar, lokabúsetuúrræði svo eitthvað sé nefnt auk þess sem opna á skrifstofu og iðnaðarhúsnæði fyrir búsetu. Ekki örlar á kjarki til þess að uppfylla ákvæði laga og senda þá sem fengið hafa endanlega synjun úr landi. Það mun verða til þess að þeir sem hafnað hefur verið feli sig og að hér verði til neðanjarðarstarfsemi í málaflokknum ofan á þau mistök önnur sem þegar hafa verið gerð. Að opna búsetuúrræði í atvinnuhúsnæði er ávísun á aukna hættu á eldsvoðum. Þær búðir sem ríkisstjórnin hefur sagst ætla að opna eru gámabyggð sem sagt er að eigi að hýsa fimmtán hundruð manns eða sem nemur fjögurra mánaða innflutningi við núverandi aðstæður. Skammt duga slík úrræði og hætt er við að þeir sem setjast að í þessum úrræðum muni festast þar um fyrirsjáanlega framtíð. Miðað við núverandi stöðu í húsnæðismálum þarf tíu ár hið minnsta til að ná utan um núverandi ástand. Engu skiptir hversu margar glærusýningar eru settar á svið. Við munum þá upplifa fyrstu kynslóðina sem er alin upp í flóttamannabúðum. Reynsla annarra þjóða af slíku er sláandi. Það er grátbroslegt að meðan á þessu gengur mætir félagsmálaráðherra á sviðið og lýsir nauðsyn þess að hér í landi verði ekki tvær þjóðir. Með stjórnleysi sínu í málefnum flóttamanna er ríkisstjórnin ekki að uppfylla heitingar sínar um að taka vel á móti öllum heldur þvert á móti. Þegar fréttist af fólki sem leitar sér matar við ruslatunnur erum við sannarlega að taka á móti fleirum en við ráðum við. Fregnir af fundum ríkisstjórnarflokkanna um síðustu helgi eru ekki uppörvandi. Þar kveður við gjörólíka tóna í málefnum útlendinga ásamt fleiri stórmálum. Við höfum ekki efni á málamiðlunum eða að bíða þar til verklausa ríkisstjórnin kemur sér saman um eitthvað. Lausnin hlýtur að liggja í áherslum Miðflokksins sem eru skýrar. Við getum ekki hjálpað öllum sem við gjarna vildum. Förum leið norrænna frænda okkar sem eru loks búnir að átta sig á að ekki er mögulegt að taka á móti öllum sem koma vilja. Reynum að gera okkar besta fyrir þann fjölda sem við ráðum við á grundvelli skýrra reglna. Styttum málsmeðferðartíma og hættum að taka á móti einstaklingum sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd í öðrum löndum. Til álita hlýtur að koma að auka ábyrgð þeirra sem flytja fólk til landsins. Greinarhöfundur ferðast að jafnaði nokkrum sinnum til útlanda ár hvert og er undantekningarlaust krafinn um skilríki á leið heim til Íslands. Spurt er því hvernig skilríkjalaust fólk streymir til landsins án þess að menn fái rönd við reist. Gæta þarf landamæra landsins mun betur en nú er gert líkt og Miðflokkurinn hefur bent á og barist fyrir síðustu ár án þess að neinn taki undir. Mál er að sofandahætti í málefnum útlendinga linni. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merki um sterka málefnastöðu Miðflokksins þegar andstæðingar hans í stjórnmálum hoppa á vagna sem flokkurinn hefur dregið all lengi oftast einn. Er þakkarvert og styrkur að því að aðrir taki undir málefni sem barist hefur verið fyrir um árabil. En það er líka merki um hugmyndafátækt og kjarkleysi pólitískra andstæðinga þegar þeir stökkva til og þramma braut sem aðrir hafa rutt. Einkum eitt mál stendur upp nú um stundir sem sumir andstæðingar Miðflokksins hafa loksins áttað sig á og taka að nokkru leyti undir það sem flokkurinn hefur barist fyrir síðustu misserin. Málefni útlendinga eru hér í algerum ólestri og líkt og í mörgum öðrum málaflokkum eltir ríkisstjórnin þróunina. Miðflokkurinn hefur lengi bent á að ef að hugur manna stendur til að aðstoða flóttafólk sé best að beina hjálparstarfi að stöðum nærri heimabyggð þeirra sem á flótta eru. Þar nýtast fjármunir best og hægt er að veita fleirum aðstoð. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að beina aðstoð að þeim sem höllustum fæti standa og kappkosta að veita þeim sem mesta aðstoð vegna þess einfaldlega að Íslendingar geta ekki gert allt fyrir alla. Nágrannaríki okkar sem hafa lengri reynslu en við af móttöku útlendinga óháð stöðu þeirra hafa upp á síðkastið áttað sig á að hemil þarf að setja á móttöku flóttafólks förufólks og hælisleitenda. Stjórnvöld í Danmörku undir stjórn jafnaðarmanna hafa dregið línu í móttöku fólks og hvort tveggja neitað nokkrum hópi um landvist og samið við önnur þjóðríki um að annast flóttamenn og hælisleitendur meðan á meðferð mála þeirra stendur. Miðflokkurinn hefur bent á að varhugavert sé að setja flóttamenn hælisleitendur og förufólk undir sama hatt hvað aðstoð og réttindi varðar. Staða flóttafólks er bundin í sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Málefni hælisleitenda eða þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd eins og hópurinn heitir núna eru flóknari. Meirihluti stjórnmálamanna á Íslandi hefur ekki treyst sér til að beita Dyflinnarreglugerðinni og senda fólk á þann stað sem það fyrst tók land á Schengensvæðinu og/eða til landa hvar þau hafa þegar fengið vilyrði um alþjóðlega vernd. Í stað þess hafa stjórnvöld sent þau skilaboð til umheimsins að Ísland bjóði betur þegar förufólk flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga í hlut. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hingað hefur streymt fólk af ýmsu þjóðerni með mismunandi stöðu og sprengt kerfið sem smáríkið Ísland hefur byggt upp. Afleiðingarnar eru af ýmsum toga. Mest fer fyrir í umræðunni málefni einstaklinga sem margir hverjir hafa beðið úrlausn mála sinna mánuðum og árum saman. Margir hafa fest nokkrar rætur börn gengið í skóla og er eðlilega erfitt að vísa fólki frá eftir langan tíma. Ekki hafa verið uppi nokkur teikn um að stjórnvöld vilji stytta málsmeðferðartíma og koma með því í veg fyrir að jaðartilvik séu notuð til þess að varpa rýrð á stjórnvöld og ekki síður þá sem varað hafa við misserum saman að hætt sé við stjórnleysi í málaflokknum. Stjórnleysið birtist m.a. í því að stjórnvöld hyggjast nú koma upp flóttamannabúðum sem eiga reyndar að heita eitthvað annað s.s. skjólgarðar, lokabúsetuúrræði svo eitthvað sé nefnt auk þess sem opna á skrifstofu og iðnaðarhúsnæði fyrir búsetu. Ekki örlar á kjarki til þess að uppfylla ákvæði laga og senda þá sem fengið hafa endanlega synjun úr landi. Það mun verða til þess að þeir sem hafnað hefur verið feli sig og að hér verði til neðanjarðarstarfsemi í málaflokknum ofan á þau mistök önnur sem þegar hafa verið gerð. Að opna búsetuúrræði í atvinnuhúsnæði er ávísun á aukna hættu á eldsvoðum. Þær búðir sem ríkisstjórnin hefur sagst ætla að opna eru gámabyggð sem sagt er að eigi að hýsa fimmtán hundruð manns eða sem nemur fjögurra mánaða innflutningi við núverandi aðstæður. Skammt duga slík úrræði og hætt er við að þeir sem setjast að í þessum úrræðum muni festast þar um fyrirsjáanlega framtíð. Miðað við núverandi stöðu í húsnæðismálum þarf tíu ár hið minnsta til að ná utan um núverandi ástand. Engu skiptir hversu margar glærusýningar eru settar á svið. Við munum þá upplifa fyrstu kynslóðina sem er alin upp í flóttamannabúðum. Reynsla annarra þjóða af slíku er sláandi. Það er grátbroslegt að meðan á þessu gengur mætir félagsmálaráðherra á sviðið og lýsir nauðsyn þess að hér í landi verði ekki tvær þjóðir. Með stjórnleysi sínu í málefnum flóttamanna er ríkisstjórnin ekki að uppfylla heitingar sínar um að taka vel á móti öllum heldur þvert á móti. Þegar fréttist af fólki sem leitar sér matar við ruslatunnur erum við sannarlega að taka á móti fleirum en við ráðum við. Fregnir af fundum ríkisstjórnarflokkanna um síðustu helgi eru ekki uppörvandi. Þar kveður við gjörólíka tóna í málefnum útlendinga ásamt fleiri stórmálum. Við höfum ekki efni á málamiðlunum eða að bíða þar til verklausa ríkisstjórnin kemur sér saman um eitthvað. Lausnin hlýtur að liggja í áherslum Miðflokksins sem eru skýrar. Við getum ekki hjálpað öllum sem við gjarna vildum. Förum leið norrænna frænda okkar sem eru loks búnir að átta sig á að ekki er mögulegt að taka á móti öllum sem koma vilja. Reynum að gera okkar besta fyrir þann fjölda sem við ráðum við á grundvelli skýrra reglna. Styttum málsmeðferðartíma og hættum að taka á móti einstaklingum sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd í öðrum löndum. Til álita hlýtur að koma að auka ábyrgð þeirra sem flytja fólk til landsins. Greinarhöfundur ferðast að jafnaði nokkrum sinnum til útlanda ár hvert og er undantekningarlaust krafinn um skilríki á leið heim til Íslands. Spurt er því hvernig skilríkjalaust fólk streymir til landsins án þess að menn fái rönd við reist. Gæta þarf landamæra landsins mun betur en nú er gert líkt og Miðflokkurinn hefur bent á og barist fyrir síðustu ár án þess að neinn taki undir. Mál er að sofandahætti í málefnum útlendinga linni. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun