Innviðir mega kosta peninga! Jódís Skúladóttir skrifar 7. september 2023 17:00 Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Byggðamál Pósturinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem við viljum að öllum séu tryggðir öruggir innviðir. ,,Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf,“ segir í byggðaáætlun. Til þess að mæta þessu þurfa innviðir að mæta þörfum samfélagsins. Samt er það svo að víða um land er stöðugt verið að skerða þjónustu og sum staðar glittir ekki í að grunnþjónusta verði bætt þrátt fyrir mikla þörf. Ég tek hér nýleg dæmi af Norðurlandi og Austurlandi. Skert póstþjónusta Í febrúar síðastliðnum boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum. Þrátt fyrir umsagnir, ábendingar og fund sveitarstjórnar með innviðaráðherra virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessara ábendinga enda fór svo að var skert 1. september. Þó svo að póstsendingum fækki og mikið af samskiptum og sendingum fari orðið fram á netinu, eru ákveðnar sendingar sem munu alltaf þurfa á öruggri póstdreifingu að halda. Til þess að tryggja að öllum borgurum sé veitt grunnpóstþjónusta á jafnréttisgrundvelli leggja stjórnvöld um allan heim ákveðnar skyldur á þjónustufyrirtæki. Í póstþjónustu er það svokölluð alþjónustuskylda sem felur í sér tilteknar kröfur, svo sem skyldu til að safna saman og flytja póst. Slæmt fjarskiptasamband ógnar öryggi Sveitarfélagið Múlaþing hefur ítrekað vakið athygli á því hversu slæmt fjarskiptasamband er á ákveðnum svæðum dreifbýlis og óbyggða innan sveitarfélagsins meðal annars með öryggissjónarmið í huga. Samkvæmt nýlegri bókun sveitarfélagsins þykir atburður við Laugavalladal, þegar ferðmaður lést þar vegna veikinda í lok ágúst, varpa ljósi á mikilvægi þess að við þessu verði brugðist með viðunandi hætti. Það var tilkynnt á dögunum að Míla muni bjóða viðskiptavinum tífalt hraðari ljósleiðaratengingu á völdum svæðum innan höfuðborgarsvæðis strax 1. október. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir höfuðborgarbúa en fær mig til að hugsa til þeirra heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni sem eru enn með mjög slæmt netsamband og sum hver jafnvel ekki enn komin með 3 fasa rafmagn. Krafan er jöfnuður óháð efnahag og búsetu Ég verð alltaf ólýsanlega döpur þegar fréttir berast af skertri grunnþjónustu á landsbyggðinni. Við sjáum allt of oft samgönguverkefnum frestað og ýmsum þjónustueiningum á landsbyggðinni lokað. Alltaf snýst það jú um peninga, sparnað og forgagnsröðun. Jöfnuður felst í því að við getum öll notið sömu innviða og grunnþjónustu óháð efnahag og búsetu. Þegar grunnþjónusta er annars vegar er einfaldlega ekki hægt að horfa í arðsemiskröfuna eina saman. Það er eðlilegt að þjónusta kosti og við sem samfélag þurfum að huga fyrst að öryggi íbúa alls staðar á landinu áður en við horfum í krónurnar. Höfundur er þingmaður þingmaður Vinstri grænna.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun