Káfaði á fréttakonu í beinni Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 21:23 Maðurinn gekk aftan af fréttakonunni Isu Balado, truflaði hana í beinni útsendingu og káfaði á henni. Hann var svo réttilega handtekinn. Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn. Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún. Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Balado hélt stillingu sinni og reyndi að halda útsendingunni áfram. Nacho Abad, þáttastjórnandinn, virtist mjög brugðið og spurði Balado hvort maðurinn hefði snert á henni rassinn. Hún svaraði því játandi. Hún bað manninn um að leyfa henni að vinna í friði en hann hélt áfram að trufla hana. Maðurinn strauk svo um hár Balado áður en hann gekk á brott. Maðurinn sneri þó aftur skömmu síðar en þá var fljótt klippt á útsendinguna. Abad hafði þá varað Balado við því að maðurinn væri að koma aftur. Áður en klippt var á útsendinguna sagði maðurinn Balado að hann hefði ekki snert á henni rassinn og krafðist þess að hún segði sannleikann. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Samkvæmt frétt El País er maðurinn 25 ára gamall og á hann rætur að rekja til Rúmeníu. Samstarfsmenn Balado hringdu í lögregluna á meðan útsendingin var í gangi og var hann fljótt handtekinn. Lögreglan birti svo myndband af manninum í handjárnum í dag. Detenido por agredir sexualmente a una reportera mientras estaba realizando un directo de televisión #Madrid pic.twitter.com/vKkBjNXJve— Policía Nacional (@policia) September 12, 2023 Samkvæmt El País verður maðurinn mögulega ákærður fyrir kynferðisbrot en atvikið hefur leitt til mikillar reiði á Spáni. Miðillinn segir marga hafa tjáð sig um þessa árás og en þeirra á meðal var Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar. „Það sem var áður „eðlilegt“ er það ekki lengur,“ sagði hún.
Spánn Kynferðisofbeldi MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira