Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 19:58 Russell Brand hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjórum konum og fleiri hafa lýst óeðlilegri hegðun hans í gegnum árin. EPA/Paul Buck Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“ Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“
Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16