Hægari efnahagsumsvif blasi við Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 08:49 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, kynnir yfirlýsinguna og útgáfu Fjármálastöðugleika í dag. Vísir/Vilhelm Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum, að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem birt var í morgun, segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk. Bankarnir hafi með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjármögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf bendi til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána séu lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda góð. Í ljósi þessa hafi nefndin ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Hraður efnahagsbati en hægir á Hraður efnahagsbati hafi átt sér stað undanfarin tvö ár. Aukin umsvif hafi leitt til aukinna tekna hjá heimilum og fyrirtækjum. „Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum. Hækkun vaxta hefur þyngt greiðslubyrði, einkum þeirra sem tekið hafa óverðtryggð lán á breytilegum nafnvöxtum. Fastir nafnvextir lána sem hafa varið lántakendur fyrir vaxandi greiðslubyrði eru jafnframt að renna sitt skeið. Þetta felur í sér áskorun fyrir lántakendur og lánveitendur.“ Lánveitendur hugi að greiðslubyrði Þá segir að fjármálastöðugleikanefnd brýni fyrir lánveitendum að huga að þyngri greiðslubyrði lántakenda. Í því sambandi megi nefna lausnir á borð við lengingu lánstíma, jafngreiðsluskilmála, þak á greidda nafnvexti og önnur lánsform. Rúm eiginfjárstaða flestra lántakenda ætti að gefa svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu og tryggja á sama tíma að hún haldist í takti við þau viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett. Nefndin beini því einnig til lántakenda að fyrirbyggja mögulega erfiðleika með því að leita tímanlega til lánveitenda ef greiðslubyrði stefnir í að verða verulega íþyngjandi. Vilja innlenda greiðslumiðlunarlausn Loks segir að nauðsynlegt sé að halda áfram að styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og að auka viðnámsþrótt greiðslumiðlunar hér á landi. Nefndin telji að þau skref sem hafa verið stigin í átt að innlendri óháðri smágreiðslulausn séu jákvæð í því samhengi og taki undir tillögur stjórnvalda um að treysta heimildir Seðlabankans á þessu sviði. „Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira