Frá þessu greinir Lyngby í frétt á heimasíðu félagsins en Gylfi sneri aftur inn á fótboltavöllinn á dögunum er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Lyngby.
Þrátt fyrir fjarveru Gylfa Þórs er þó að finna þrjá íslenska leikmenn í leikmannahópi Lyngby fyrir leik kvöldsins. Þá Sævar Atla Magnússon, Kolbein Finnsson og Andra Lucas Guðjohnsen. Þjálfari liðsins er sem fyrr Freyr Alexandersson.
Reikna má með að fjarvera Gylfa Þórs tengist því að Lyngby vilji fara rólega í sakirnar með hann þar sem Gylfi hafði verið lengi fjarri fótboltavellinum áður en hann sneri aftur í keppnisleik á dögunum.