Vala Kristín og Hildur Vala verða Anna og Elsa í söngleiknum Frosti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 21:20 Vala og Hildur eru öllum hnútum kunnugar í íslensku söngleikjasenunni. Þjóðleikhúsið Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir munu fara með hlutverk systranna og prinsessanna Önnu og Elsu í íslenskri útgáfu á söngleiknum Frozen sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars næstkomandi. Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt. Leikhús Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Þetta var tilkynnt í sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV rétt í þessu. Hildur mun fara með hlutverk ísprinsessunnar Elsu. Hildur hefur starfað í þjóðleikhúsinu frá útskrift úr Listaháskólanum og fór með hlutverk Ronju ræningjadóttur í samnefndu leikriti. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Kardemommubænum, Nashyrningunum og Atómstöðinni. Þá mun Vala fara með hlutverk Önnu, litlu systur hennar. Hún hefur verið fastráðin við Borgarleikhúsið frá árinu 2015 þar sem hún hefur meðal annar stigið á svið í verkunum Oleanna, Allt sem er frábært og Matthildi, þar sem hún hlaut Grímuverðlaun sem leikkona í aukahlutverki. Að auki er Vala einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Venjulegt fólk. Gísli leikstýrir á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost verður sýndur í Þjóðleikhúsinu en að auki í leikhúsum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og á öllum stöðum undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Uppfærslan á söngleiknum Frost er samstarfsverkefni milli Vesturports og fimm leikhúsa á Norðurlöndunum, þar á meðal Þjóðleikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri kemur til með að leikstýra í öllum fimm leikhúsunum. Sýningin verður frumsýnd í Ósló nú í október, síðan hérlendis í mars, svo í Stokkhólmi, Helsinki og loks í Danmörku. Bak við íslensku uppfærsluna er öflugt listrænt teymi. Bragi Valdimar Skúlason mun sjá um að þýða söngleikinn á íslensku. Leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson, einn helsti samstarfsmaður Gísla Arnar, mun hanna leikmyndina. Þá mun búningahönnuðurinn Christina Lovery hanna búningana. „Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Uppfært: Fyrst kom fram að Vala færi með hlutverk Elsu og Hildur með hlutverk Önnu. Svo reyndist það öfugt.
Leikhús Menning Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira