Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 23:42 Where the World is Melting heitir myndasyrpa RAX. Aðsend Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims. Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér. RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Ragnar hlaut í sumar tilnefningu til Prix Pictet verðlaunanna, en þau eru sögð virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir ljósmyndun. Verðlaunin voru veitt í gær og hreppti indverski ljósmyndarinn Gauri Gill hnossið. Frá opnunarathöfn sýningarinnar. Eins og myndin gefur til kynna var þema keppninnar Human. Aðsend Opnunarathöfn ljósmyndasýningar ljósmyndaranna tólf sem tilnefndir voru fór fram í kvöld. Ragnar sýnir ljósmyndir úr myndröðinni Where The World is Melting. Myndirnar voru teknar á Íslandi, Grænlandi og Síberíu. Ragnar sagði tilnefninguna mikinn heiður í samtali við fréttastofu í sumar. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ sagði hann. Victoria and Albert safnið opnaði fyrst árið 1852 of er eitt virtasta ljósmyndasafn heims. Aðsend Sýningin á Victoria and Albert safninu stendur yfir til 22. október næstkomandi. Þá færist sýningin á Red Cross safnið í Genf í Sviss og verður þar fram í apríl á næsta ári. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Gestir virða fyrir sér ljósmyndir RAX.Aðsend Nú vinnur hann að nýrri ljósmyndabók- og sýningu þar sem hann hefur ferðast um heimskautalöndin og tekið myndir. Hann segir markmið verkefnisins vera að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér.
RAX Ljósmyndun Söfn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. 7. júlí 2023 12:45