Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 06:45 Björn Bjarki segir að það yrði íbúum Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaga til mikilla hagsbóta ef dagvöruverslun myndi opna í Búðardal. SC/Samsett Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag. „Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“ Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“
Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira