Fimmtíu stiga hiti í ökuklefa Formúlu eitt ökumannanna um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:00 Max Verstappen fagnar sigri í Katar kappakstrinum um helgina. EPA-EFE/ALI HAIDER Formúlu eitt ökumennirnir þurftu að upplifa hálfgert helvíti í katarska kappakstrinum um helgina. Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ökumennirnir hafa fordæmt þær aðstæður sem þeir urðu að vinna við í Katar. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að aðstæðurnar hafi verið lífshættulegar og óásættanlegar. Keppnin fór fram í gríðarlegum hita í Katar og það er talið að hitastigið hafi farið upp í fimmtíu gráðir í ökuklefa ökumannanna. Max Verstappen vann kappaksturinn en Oscar Piastri og Lando Norris voru með honum á pallinum. Með þessum sigri varð það endanlega ljóst að Verstappen er orðinn heimsmeistari þriðja árið í röð. Esteban Ocon sagði að hann hefði ælt inn í hjálminn sinn vegna hitans. Lance Stroll sagði að hann hefði næstum því misst meðvitund. Alex Albon þurfti aðstoð læknaliðs vegna örmögnunar vegna ofhitunar. Logan Sargeant hætti keppni vegna vökvaskorts en hann hafði glímt við veikindi í aðdraganda kappakstursins. Það þurfti að hjálpa Stroll og Albon við að koamst úr bílnum sínum. George Russell talaði líka um að hann hafi verið nálægt því að missa meðvitund. „Þetta var langt yfir þeim mörkum sem teljast vera ásættanleg. Yfir fimmtíu prósent ökumannanna leið mjög illa, gátu ekki keyrt og voru við það að missa meðvitund. Þú vilt ekki eiga á hættu að missa meðvitund þegar þú ert að keyra á 320 km hraða. Þannig leið mér nokkrum sinnum, sagði George Russell. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Akstursíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira