Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2023 11:39 Nýja brúin yfir Þorskafjörð verður vígð 25. október næstkomandi, átta mánuðum á undan áætlun. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. „Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar. Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það verður vígsla 25. október,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit, í samtali við fréttastofu og segir áformað að innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson opni brúna þann dag. „Það er núna verið að setja niður vegrið. Það er þó óvíst hvort það náist að mála allar línur á veginn fyrir opnun,“ segir Sigurþór. Sigurþór Guðmundsson er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Aðalverktakinn Suðurverk hóf verkið vorið 2021, með verksamning sem lægstbjóðandi upp á 2,2 milljarða króna, en byggingarfélagið Eykt smíðaði brúarmannvirkið sem undirverktaki. Klæðningarflokkur Borgarverks lagði svo bundið slitlag á veginn í haust, eins og sjá mátti í beinni útsendingu Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Samtímis vinnur Borgarverk að því að ljúka ellefu kílómetra löngum vegi um Teigsskóg en þar höfðu verklok verið áætluð í lok þessa mánaðar. Hæpið er að það náist en Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks, segir veður válynd þessa dagana og óábyrgt að nefna ákveðna tímasetningu um opnun vegarins. Hann kveðst þó vonast til að hægt verði að hleypa umferð á hann í nóvember, en hugsanlega verði þá einhver kafli hans án slitlags. Þá er nýr sex kílómetra vegur inn Djúpafjörð, milli Djúpadals og Hallsteinsness, nánast tilbúinn, að sögn Sigurþórs Guðmundssonar. Verktaki er Norðurtak. Þessi vegarkafli mun tímabundið verða hluti Vestfjarðavegar eða þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar lýkur, sem Sigurþór vonast til að geti orðið árið 2026. Við Hallsteinsnes. Þorskafjörður til hægri. Þarna liggur vegurinn í átt að Teigsskógi. Neðst til vinstri sést tengingin inn Djúpafjörð.Egill Aðalsteinsson Opnun nýju veganna um Teigsskóg og Djúpafjörð, væntanlega í næsta mánuði, þýðir að vegfarendur losna við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Kortið sýnir áfangaskiptingu við endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalsssveit.Vegagerðin Á Dynjandisheiði vonast Sigurþór einnig til að hægt verði fyrir veturinn að opna hluta vegarins sem Suðurverk er að leggja yfir háheiðina. Sá kafli er milli Norðdalsár og Vatnahvilftar, um fjögurra kílómetra langur, en tvísýnt er hvort náist að leggja á hann bundið slitlag vegna veðurs. Sigurþór segir að kaflinn verði þá opnaður án klæðningar.
Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. 21. september 2023 22:30
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41