Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 18:15 Bundið slitlag var lagt á nýja kaflann á Dynjandisheiði um síðustu helgi. Verkís/Jóhann Birkir Helgason Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar. Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Kaflinn er hluti af 12,6 kílómetra löngu verki sem Suðurverk hóf að vinna fyrir rúmu ári. Að norðanverðu nær verkið að sýslumörkum Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna. Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og gert ráð fyrir verklokum um miðjan júlí á næsta ári. Nýr kafli vegarins þar sem hann liggur af háheiðinni og niður í Vatnahvilft undir Botnshesti.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Tvísýnt var fyrr í haust hvort næðist að leggja bundið slitlag á kaflann fyrir veturinn. Góður veðurgluggi myndaðist þó fyrir helgi, með uppundir tíu stiga hita í 500 metra hæð yfir sjávarmáli, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningarsviðs Borgarverks, og tókst að leggja fyrri umferð klæðningar á föstudag og laugardag. Svo gott var veðrið að menn sáust um tíma vinna berir að ofan í logni. Tjaran lögð út í veðurblíðu í 500 metra hæð á Dynjandisheiði um síðustu helgi.Verkís/Jóhann Birkir Helgason „Þetta verður opnað líklega á þriðjudag,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Áður þurfi þó að setja upp vegrið á 550 metra kafla og vonast hann til að það klárist á mánudag. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Jóhann segir jafnframt stefnt að því að opna annan kafla fyrir jól, þó án klæðningar að sinni. Sá kafli liggur ofan botns Geirþjófsfjarðar, undir Botnshesti, og er 2,5 kílómetra langur. Áður var búið að leggja bundið slitlag á þrettán kílómetra kafla upp á heiðina frá Flókalundi, um Pennusneiðing, og norður fyrir gatnamótin til Bíldudals. Við Norðdalsá skammt norðan gatnamótanna til Bíldudals.Verkís/Jóhann Birkir Helgason Lokaáfanginn á leiðinni milli Flókalundar og Dynjanda er kaflinn úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni. Í samtali fréttastofu við Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði, í síðasta mánuði kom fram að stefnt væri að útboði þessa kafla á næsta ári og sagði hann að verklok gætu náðst árið 2026. Verkáfangi Suðurverks á Dynjandisheiði er nærri þrettán kílómetra langur.Grafík/Stöð 2 Stöð 2 heimsótti vinnusvæðið í síðasta mánuði og sýndi þá þessa frétt:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26 Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. 24. október 2023 11:26
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40