Í tilkynningu frá Meta í dag kemur fram að þetta sé gert til að koma til móts við nýtt regluverk Evrópusambandsins sem bannar notkun persónuupplýsinga notenda án samþykkis þeirra. Upplýsingar fólks á þessari nýju áskriftarleið yrðu ekki notaðar í auglýsingaskyni.
Áskriftarleiðin mun kosta 10 evrur í vafra og 13 evrur á snjalltækjum. Það samsvarar 1470 og 1912 krónum. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja.
Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum.
Meta greindi frá áætlun sinni um slíka áskrift fyrr á árinu. Þangað til mars á næsta ári mun ein áskrift ná yfir öll tengd tæki en frá og með þá mun það kosta 6 evrur aukalega fyrir hvert tæki til viðbótar.
„Sá valkostur að geta keypt auglýsingalausa þjónustu í gegnum áskriftarleið mætir kröfum evrópskra eftirlitsaðila ásamt því að veita viðskiptavinum val og gerir Meta kleift að þjónusta áfram við öll í ESB, EES og Sviss,“ segir í tilkynningu frá Meta.