Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 23:00 Jacob Aarup-Andersen er forstjóri Carlsberg. Soeren Bidstrup/EPA Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. „Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið. Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið.
Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06