„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:17 Gunnar Ingi heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Skjáskot/Lífið á biðlista „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fíkn Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fíkn Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira