Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:06 Sergei Khadzhikurbanov var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014 fyrir aðkomu sína að málinu. epa/Maxim Shipenkov Einn af mönnunum sem var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu árið 2006 hefur verið náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu. Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Sergei Khadzhikurbanov, fyrrverandi lögreglumaður í Moskvu, var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2014. Nú segir lögmaður hans, Alexei Mikhalchik, hann hins vegar hafa verið náðaðan af forseta Rússlands fyrir að hafa lokið sex mánaða samningi um að berjast í Úkraínu. Anna Politkovskaya var myrt árið 2006.epa Politkovskaya var rannsóknarblaðamaður og mjög gagnrýnin á framgöngu Rússa í Tjétjéníu. Hún öðlaðist alþjóðlega frægð fyrir rannsóknir sínar en skapaði sér óvinsældir heima fyrir með óvægri umfjöllun um Vladimír Pútín, sem þá hafði verið endurkjörinn forseti í fyrsta sinn, og leiðtoga Tjétjéníu. Blaðakonan var skotin til bana í lyftu í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó. Khadzhikurbanov var fundinn sekur um að hafa aðstoðað við morðið. Alls voru fimm dæmdir og hlaut Rustam Makhmudov lífstíðarfangelsi fyrir að gaka í gikkinn. Frændi hans, Lom-Ali Gaitukayev, var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi. Enn er á huldu hver fyrirskipaði morðið. Að sögn Mikhalchik var skjólstæðingi hans boðið að skrifa undir samning um þátttöku í „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar hafa kallað innrásina í Úkraínu. Eftir að hafa uppfyllt skilmála samningsins hafi hann síðan verið náðaður. Upphaflega var það Wagner-hópur Yevgeny Prigozhin sem hóf að fá fanga í Rússlandi til að taka þátt í innrásinni en eftir að hópurinn leystist upp í kjölfar dauða Prigozhin hefur rússneski herinn tekið upp á hinu sama.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18 Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. Hann lést síðar á sjúkrahúsi. 16. apríl 2018 17:18
Blaðamenn í Rússlandi munu bera vopn „Ef ríkið vill ekki verja okkur, munum við gera það sjálf,“ segir ritstjóri Novaya Gazeta. 26. október 2017 17:03