Fyrir leik dagsins var um að ræða liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og því mátti búast við hörkuleik. Fyrri hálfleikur var á þá leið en staðan í hálfleik var 14-13 heimamönnum í vil.
Í síðari hálfleik setti Fredericia í fluggírinn bæði í vörn og sókn. Heimamenn komust lítt áleiðis og á endanum vann Fredericia öruggan sjö marka sigur, lokatölur 24-31.
Kristian Stoklund var markahæstur í liði gestanna með 8 mörk en Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað.