Shakira semur um skattalagabrotin Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 10:41 Shakria fór ásamt lögfræðiteymi sínu í dómstól í Barselóna í dag þar sem réttarhöld áttu að hefjast. EPA Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur. Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur.
Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira