Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 17:01 Þeir Jóhann Vignir Gunnarsson og Tómas Þór Eiríksson segja frábært að sjá líf aftur í bænum. Vísir/Einar Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. „Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53