Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Óskar Jósúason skrifar 6. desember 2023 13:30 Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun