Búast við stormi um miðja viku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 07:21 Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vísir/Hanna Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu. Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Sjá meira
Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Sjá meira